Valgerður gefur kost á sér í 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokks

0
65

Valgerður Gunnarsdóttir sjötti þingmaður Norðausturkjördæmis og annar af tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks úr kjördæminu, ætlar að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi.

Valgerður Gunnarsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir

 

“Ég mun gefa kost á mér í 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokks og óska eftir að fá stuðning félaga minna í það”, sagði Valgerður Gunnarsdóttir í spjalli við 641.is í dag.

Ljóst er að Kristján L Möller þingmaður Samfylkingarinnar mun ekki leita eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum, en hann hefur setið á Alþingi síðan 1999.

Alþingiskosningar fara fram í haust og mun 641.is reyna að ná tali af þingmönnum Norðausturkjördæmis á næstu dögum og vikum, til að fiska það upp úr þeim hvort þeir gefa kost á sér áfram.