Vaðlaheiðargöng – Unnið við undirbúning fyrir bergþéttingar og styrkingar á hrunsvæði Fnjóskadalsmegin

0
255

Framvinda á gangagreftri Vaðlaheiðarganga var 26,5 m í síðustu viku Eyjarfjarðarmegin og alls er lokið 3.218 m þeim megin. Staðan er óbreytt Fnjóskadalmegin en þar er búið að grafa 1.475 m. Samanlögð lengd Vaðlaheiðarganga er því 4.693 m sem er 65,1% af heildarlengd. Frá þessu segir á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga.

Vaðlaheiðargöng jan 2016 2Að sögn Valgeirs Bergmann framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga verður enn nokkur bið á því að gangagröftur geti hafist aftur Fnjóskdalsmegin, en ef allt gengur eftir getur gröftur hafist aftur Fnjóskadalmegin í mars eða apríl.

Þessar dælur dæla vatninu út fnjóskadalsmegin
Þessar dælur dæla vatninu út Fnjóskadalsmegin

 

Eins og kunnugt er varð talsvert mikið berghrun við stafn ganganna Fnjóskadalsmegin 17.apríl sl. og fylltust gögnin af vatni. Var vatnsrennslið mjög mikið til að byrja með, en síðan dró úr því og í október sl. tókst að tæma göngin af vatni. Þá var komið fyrir öflugum dælum við stafn ganganna til að dæla burt því vatni sem enn kemur við stafninn. Í dag flæða um 100 lítrar á sekúntu þar út og fer smá minnkandi. Þar sem göngin halla í átt til Eyjafjarðar þar sem berghrunið varð, verður að dæla vatninu upp í móti og svo út Fnjóskadalsmegin.

 

Unnið við rannsóknarborun fyrir framan hrunsvæðið í göngum í Fnjóskadal.
Unnið við rannsóknarborun fyrir framan hrunsvæðið í göngum í Fnjóskadal.

 

Nú er unnið við styrkingar og undirbúningi fyrir bergþéttingar á berghrunssvæðinu við stafninn og mun sú vinna taka einhverjar vikur. Áframhaldandi gangagröftur getur því ekki hafist fyrr en þeirri vinnu er lokið, sem Valgeir vonast til að geti orðið í mars/apríl eins og áður segir.

 

 

 

 

 

Úr Vaðlaheiðargöngum.
Úr Vaðlaheiðargöngum.

 

Gangagröftur Eyjafjarðarmegin hefur gengið ágætlega að undanförnu en framvindan hefur verið 20-45 metrar á viku. Þó nokkuð heitt vatn kemur úr berginu og er það bergþétt eftir þörfum. Að sögn Valgeirs renna nú alls um 100 lítar á sekúntu af vatni út Eyjafjararmegin, en ekki þarf að dæla því burt þar sem göngin halla í átt til Eyjafjarðar.

 

 

 

Vinna við flughlaðið
Vinna við flughlaðið

 

Nú er hafin fyllingarvinna við nýtt flughlað við Akureyrarflugvöll en hluti af útgreftri úr Vaðlaheiðargöngum Eyjafjarðarmegin er nýttur sem efni í flughlaðið.

Vaðlaheiðargöng.is

Facebooksíða Vaðlaheiðarganga

Myndir: Valgeir Bergmann