Vaðlaheiðargöng orðin 1 kílómetri að lengd

0
252

Í gær var þeim áfanga náð að lengd Vaðlaheiðarganga er orðin einn kílómeter. Alls verða göngin 7,2 kílómetrar og hefur öll vinna til þessa gengið vel, reyndar svo vel að verktakar segjast vera um fjórum vikum á undan áætlun. Frá þessu er sagt á Vikudagur.is.  Meðfylgjandi myndir eru af fésbókarsíðu Vaðlaheiðarganga.

Kaka í tilefni dagsins var færð starfsmönnum Ósafls, frá Vaðlaheiðargöngum hf.
Kaka í tilefni dagsins var færð starfsmönnum Ósafls, frá Vaðlaheiðargöngum hf.
Líkneski heilagrar Barböru er komið upp við gangamunna Vaðlaheiðarganga. Heilög Barbara er verndardýrlingur námumanna  og jarðgangamanna.
Líkneski heilagrar Barböru er komið upp við gangamunna Vaðlaheiðarganga. Heilög Barbara er verndardýrlingur námumanna
og jarðgangamanna.
Umsjónar maður verkkaupa Oddur Sigurðsson ásamt Kristján L. Möller og Árna Páli alþingismönnunum við hlið jarðgangabor
Umsjónar maður verkkaupa Oddur Sigurðsson ásamt Kristján L. Möller og Árna Páli alþingismönnunum við hlið jarðgangabor.
Efnislagersvæðið við Eyjarfjörð stækkar og stækkar nú er byrjað að moka í brjót sem brýtur gangaefnið niður sem síðar verður notað í burðarlagsfyllingar. Gert er ráð fyrir um 200.000 m3 fari í stækkun á flughlaði Akureyrarflugvallar.
Efnislagersvæðið við Eyjarfjörð stækkar og stækkar og nú er byrjað að moka í brjót sem brýtur gangaefnið niður sem síðar verður notað í burðarlagsfyllingar. Gert er ráð fyrir um 200.000 m3 fari í stækkun á flughlaði Akureyrarflugvallar.