Vaðlaheiðargöng opnuð fyrir umferð

0
456

Umferð var hleypt á Vaðlaheiðargöng nú undir kvöld. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða, en formleg opnun ganganna verður eftir áramót. Gjaldtaka í göngunum hefst 2. janúar. Frá þessu segir á rúv.is

Ósafl, verktakinn við gerð ganganna, skilaði þeim tilbúnum fyrir umferð í dag. Eftir öryggisæfingu og prófun á neyðarkerfum vottuðu lögregla og slökkvilið að þar virkar allt eins og það á að gera.

Rétt upp úr klukkan 18 gaf Vegagerðin formlegt leyfi til að hleypa fyrstu bílunum í gegn. Um er að ræða bráðabirgðaleyfi til 12. janúar, en þá verða göngin opnuð með formlegum hætti.

Verktakinn þurfti að halda aftur af fólki í bílum við göngin, en mikill áhugi var fyrir því að keyra í gegn í fyrsta sinn. Hægt verður að keyra frítt í gegnum Vaðlaheiðargöng yfir jól og áramót, en innheimta veggjalda hefst 2. janúar.

Rúv.is