Vaðlaheiðargöng – Gangagröftur í stuttu máli

0
94

Sl. miðvikudag voru Vaðlaheiðargöng orðin 200 metra löng, en mikið verk er enn fyrir höndum því heildarlengd ganganna verða 7.170 metrar og því aðeins tæplega 2% búin. Áætlað er að gangagröftur taki alls 26 mánuði frá báðum áttum og ætti þá gegnumslag að vera í september 2015 ef allt gengur skv. áætlun.

Frá viðhafnarsprenginu 12 júlí.
Frá viðhafnarsprenginu 12 júlí.

Þá tekur við lokafrágangur, eins og lagnavinna, frostvörn og vegagerð inn í göngum ásamt smiðavinnu á tæknirýmum og vegskálum.  Áætlað er að vinna við forskeringu Fnjóaskadalsmegin hefjist í sumar og gangagröftur næsta vor 2014. Skiladagur verks er í desember 2016. En fyrir áhugasama lesendur 641.is eru hér fyrir neðan birtar myndir og útskýringar á því hvernig svona gangagröftur fer fram í stuttu máli og myndum. Myndir eru fengnar af facebook-síðu Vaðalheiðargangna.

1.Könnunarholur eru boraðar allt að 28m ef þörf er á til að kanna jarðfræðiaðstæður og hættu á vatnsinnflæði.

557889_120857164751336_1256372768_n

 

 

 

 

2. Ef könnunarholur gefa til kynna að þétta þurfi bergið er sementsefju dælt inn til að fylla sprungur og koma í veg fyrir að vatn leki inn í göngin.

1098336_120857168084669_364612210_n

 

 

 

 

3. Sérhæfður borvagn með 3 borörmum borar um 120 borholur um 5m langar. Holurnar eru fylltar með sprengiefni skv. ákveðnu sprengiplani. Þetta ferli tekur um 3-5 klst.

533684_120857158084670_1549759582_n

 

 

 

 

 

4. Þegar menn og tæki eru kominn í öruggt skjól er sprengt. Hver sprenging tekur nokkrar sekúndur þar sem fyrst er miðjan sprengd svo koll af kolli og endað á útmörkum ganga. Þar að leiðandi heyrast sprengidrunur ekki ólíkt þrumum.

375668_120857188084667_844693634_n

 

 

 

 

 

5. Þegar búið er að reykræsta göngin er farið inn með hjólavél sem mokar laust berg á búkollur. í venjulegu sniði eru þetta um 340m3 í föstu bergi. Vinna við að hreinsa út allt berg eftir hverja sprengingu er um 3-5 klst.

216306_120857198084666_1668730912_n

 

 

 

 

 

6.Eftir úmokstur á lausu efni er farið inn með beltagröfu með fleyg og tryggt að allir lausir steinar sem en eru fastir í lofti og veggjum ganga séu hreinsaðir niður.

375667_120857201417999_1041243900_n

 

 

 

 

 

7. Áður en byrjar er að bora aftur þarf að tryggja vinnusvæðið og það er gert með því að sprautusteypa og bolta loft og veggi ganganna eftir þörfum. Eftir að gangagreftri lýkur þ.e.a.s. þegar búið er að sprengja í gegnum fjallið hefst eftirvinna í göngum. En þá er bergið styrkt en frekar til að tryggja öryggi vegfaranda til frambúðar. Farið verður nánar í eftirvinnu í göngum þegar líður á verkið.

970438_120857218084664_685988515_n

 

 

 

 

 

Undirbúningsframkvæmdir vegna Vaðlaheiðarganga hófust í byrjun ágúst 2012. Verktakafyrirtækið G.Hjálmarsson hóf að grafa frá væntanlegum gangamunna og bráðabirgðar brú sem gera á yfir Hringveginn. Verkið fólst í að hriensa moldarlag og sprengja  í forskeringu til að fá efni í veg og undirstöður fyrir brú ásamt því að steypa brúarstöpla. En þetta var liður í undirbúningi fyrir aðalframkvæmdina.

ÍAV og Marti sem saman standa að Ósafli sf hófu sína vinnu Eyjafjarðarmegin með aðstöðusköpun og ljúka við gröft á forskeringarsvæði í apríl 2013 og fyrsta skot í gangamuna var 3.7.2013.  Vaðlaheiði.is