Vaðlaheiðargöng – Búið að bora 121 metra

0
134

Búið er að bora og sprengja 121 m af 7.170 m. í Vaðlaheiðargöngum. Aðstæður í göngum síðustu viku voru góðar og lengdust göngin um 64 m. Heildarlengd ganga í lok vikunnar er því um 121 m sem er um 1,7% af heildarlengd ganga. Frá þessu er sagt á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga.

Vaðlaheiðargöng 2

 

Jarðgöng undir Vaðlaheiði munu stytta leiðina milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu  um 15,7 km.

Vinna við sjálfan gangagröft hófst nú í júlí og opnun ganga fyrir umferð verður í byrjun ársins 2017.

Vaðlaheiði.is