Vaðlaheiðargöng – Óvíst hvenær borun hefst í Fnjóskadal

0
167

Vinna við gerð Vaðlaheiðarganga hefur gengið frekar rólega að undaförnu vegna þess að erfiðlega hefur gengið að loka vatnssprungu sem opnaðist fyrir rúmum fjórum mánuðum. Unnið hefur verið að því að loka fyrir vatnsæðina með efnaþéttingu undafarna daga og að sögn Valgeirs Bergmanns framkvæmdastjóra Vaðalheiðarganga eru menn farnir að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Um 350 l/s af 46°heitu vatni hefur komið úr sprungunni frá því um miðjan febrúar og hefur oft á tíðum myndast mikil vatnsgufa frá heitalæknum, sem valdið hefur erfiðleikum og töfum við gerð ganganna.

10368917_145367142300338_842438814396290074_o
Við gangamunnan Fnjóskadals megin. Mynd: af facebook-síðu Vaðlaheiðarganga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinna við undirbúning fyrir gangagerð Fnjóskadalsmegin hófst fyrir skemmstu og er forskering að klárast og hafin er vinna við að bolta veggi. Aðspurður um það hvenær byrjað verður að sprengja Fnjóskadalsmegin sagði Valgeir að það verði metið á næstu dögum hvort gangagerðin Fnjóskadalsmegin hefjist í sumar. Samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að annað borgengi hefði vinnu Fjóskadalsmegin í júní, en þar sem verkið hafði unnist mun hraðar sl. haust og vetur en áætlanir gerðu ráð fyrir, er verktakinn með það til skoðunnar að nota einungis eitt borgengi í sumar og fresta vinnu Fnjóskadalsmegin eitthvað. Tafir vegna vatnslekans undanfarna mánuði gætu þó leitt til þess að verktakinn haldi sig við upphaflegt vinnuplan.

10380528_145367272300325_1985349688550943809_o
Skógar og vinnusvæðið. Mynd: af facebook-síðu Vaðlaheiðarganga
Vatnið rennur út úr göngunum í skurði. Mynd af facebook-síðu Vaðalheiðarganga
Vatnið rennur út úr göngunum í skurði. Mynd af facebook-síðu Vaðalheiðarganga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðspurður um hvaðan allt þetta heita vatn sem búið er að renna út úr göngunum í rúma fjóra mánuði kemur, sagði Valgeir sérfræðinga hallast að því að vatnið komi langt að og að Það komi líklega af hálendinu. Engar breytingar hafa mælst á heita vatninu á Reykjum í Fnjóskadal, sem er ekki svo langt frá og því talið líklegt að vatnið eigi uppruna sinn lengra í burtu. Þetta er það mikið magn og búið að renna svo lengi að ef þetta væri ættað frá Reykjum væri það líklega komið fram í minna vatnsmagni þar. 350 lítrar á sekúndu af þetta heitu vatni er gríðarlega mikið.

Valgeir vildi koma því á framfæri að gamli vegurinn yfir Vaðlaheiði væri lokaður vegna aurbleytu, en ekki vegna framkvæmdanna við göngin. Verið væri að vinna í því að færa tenginu vegarins við Fnjóskadalsveg á annan stað og lýkur því verki innan skamms.