Þingeyjarsveit er úr leik í Útsvari eftir tap fyrir Vestmannaeyjabæ nú í kvöld, eftir gríðarlega spennandi keppni. Þingeyjarsveit fékk 70 stig en Vestmannaeyjabær fékk 82 stig. Þingeyjarsveit hefur þar með lokið þátttöku sinni í Útsvari þennan veturinn.

641.is þakkar keppendum Þingeyjarsveitar þeim Þorgrími Daníelssyni, Hönnu Sigrúnu Helgadóttur og Sigurbirni Árna Arngrímssyni fyrir góða frammistöðu í vetur og vonast eftir því að liðið taki þátt í Útsvarinu næsta vetur.