Útskriftarsýning Ragnheiðar Árnadóttur

0
95

Í dag opnar Ragnheiður Árnadóttir myndlistarsýningu í tilefni af útskrift úr Myndlistarskóla Arnar Inga. Sýningin er að Klettagerði 6 (kjallara), á Akureyri.

Mynd RÁ 2
Ragnheiður Árnadóttir

 

Ragnheiður hefur stundað myndlistarnám við Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri frá árinu 2009. Þá stundaði hún nám í Folkeuniversitetet í Þrándheimi og Den Frie Kunstskolen på Rotvoll í Vatnslitamálun árið 2001-2002.

 

Auk þess eru á sýningunni tvær myndir eftir dóttur Ragnheiðar, Jóhönnu Ásdísi Baldursdóttur, sem með nokkrum hléum stundaði nám hjá Erni Inga 2006-2013 og tré munir unnir af Ragnheiði og samstarfskonu hennar, í Allt með Tölu, Guðlaugu Þorsteinsdóttur. Þá eru einnig til sýnis listmunir unnir í tré og kopar af Erni Inga Gíslasyni.

 

 

Sýningin verður opin laugardaginn 10. og sunnudaginn 11. maí á milli klukkan 14:00 og 18:00 báða dagana.