Útskrift nemenda úr Þingeyjarskóla

0
209

10 nemendur voru útskrifaðir  úr Þingeyjaskóla í gær þegar skólanum var slitið í þriðja sinn í Ýdölum. Við sama tækifæri voru útskrifaðir krakkar af leikskólunum Krílabæ og Barnaborg sem hefja mun nám við Þingeyjarskóla næsta haust og nemendur 1-9. bekkjar fengu sína vitnisburði afhenta. Nemendur 10. bekkjar voru leystir út með gjöfum frá kvenfélögunum í Aðaldal og Reykjadal. Fjórir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í dönsku og fyrir samanlagðan námsárangur í vetur.

Útskriftarhópur Þineyjarskóla 2015
Útskriftarhópur Þineyjarskóla 2015

Harpa Hólmgrímsdóttir skólastjóri afhenti öllu starfsfólki og kennurum sem nú kveðja Þingeyjarskóla smá þakklætisvott frá skólanum, en óvenju margt starfsfólk og kennarar láta nú af störfum við Þingeyjarskóla, vegna sameiningar skólans á eina starfsstöð frá og með næsta skólaári.

Krakkar frá Barnaborg og Krílabæ
Krakkar frá Barnaborg og Krílabæ

Dagurinn í gær markaði ákveðin tímamót þar sem þetta var síðasta útskrift nemenda úr Litlulaugaskóla og jafnframt síðasta starfsár skólans þar sem skólinn verður nú lagður niður. Útskriftarnemendur 10. bekkjar úr Litlulaugaskóla kvöddu starfsfólk Litlulaugaskóla og afhentu þeim blóm og eintak af bekkjarmynd af sér til minningar um góða tíma. Þau héldu einnig ræðu til að þakka fyrir góð ár í Litlulaugaskóla við þetta tækifæri. Nemendur beggja deilda Þingeyjarskóla spiluðu einnig fyrir gesti.

Marimbahópurinn spilaði fyrir viðstadda
Marimbahópurinn úr Hafralækjarskóla spilaði fyrir viðstadda
IMG_5072
Nemendur 9-10. bekkjar Litlulaugaskóla spiðuðu Friends-lagið