Útivistardagur foreldrafélaga Þingeyjarskóla

0
132

Útivistardagur foreldrafélaga Þingeyjarskóla var haldinn laugardaginn 30. ágúst í sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Mjög góð mæting var frá öllum deildum og léku börn og fullorðnir sér saman í einmuna blíðu.

Mynd: Snorri G Sigurðsson
Mynd: Snorri G Sigurðsson

 

Allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi þar hægt var að sigla á bátum, leika sér í hoppuköstulum, veiða, týna ber, taka þátt í leikjum og gleðjast saman. Þeir sem voru svangir gátu gætt sér á grilluðum pylsum. Frábær dagur í boði foreldrafélaganna.

 

 

 

Mynd: Snorri G Sigurðsson
Mynd: Snorri G Sigurðsson