Útimarkaður HMH við Fosshól

0
84

Hinn árlegi Útimarkaður Handverkskvenna milli heiða verður haldinn laugardaginn 12. júlí, á lóðinni sunnan við búðina við Fosshól. Herlegheitin hefjast kl. 11:00 og fjörið stendur til kl. 17:00. Tískusýning verður á vörum Goðafossmarkaðar kl. 14:30. Ljúf tónlist mun óma, verslanir opnar, handverksfólk verður að störfum og lummur  bakaðar í hundraðavís og eru í boði fyrir gesti og gangandi. Ennþá er pláss fyrir söluborð sem kostar litlar 1.000kr. Hafið samband við Sigrúnu Hrings í síma 866 0429. Handverkskonur vonast til að sjá sem allra flesta. Hér eru myndir frá velheppnuðum útimarkaði í fyrra.

Hanverkskonur baka gómsætar lummur
Handverkskonur bökuðu gómsætar lummur.

 

 

 

 

 

 

 

Guðrún á Mýri situr við rokkinn
Guðrún á Mýri sat við rokkinn.

 

 

 

 

 

 

 

það er ýmislegt sem hægt er að skoða eða kaupa á útimarkaði.
fjölbreyttar vörur voru í boði á útimarkaðnum í fyrra.