Útimarkaður lukkaðist mjög vel

0
134

Handverkskonur milli heiða stóðu fyrir útimarkaði í dag laugardag, á lóðinni sunnan við verslunina við Fosshól. Mikil og góð þátttaka var, aldrei hafa fleiri verið með söluborð. Á markaðnum kenndi margra grasa. Handverk var áberandi og ákaflega fallegt,  ýmiskonar bakkelsi, bækur, skartgripir, reyktur silungur, egg, broddur, katta og hundamatur. Kristín Ketilsdóttir bakaði flatbrauð á staðnum og seldist það vel. Guðrún Sveinbjörsdóttir sat og spann á rokk, Kvenfélögin á svæðinu voru öll með söluborð með ýmsum varningi, hægt að fá herðanudd og fara til spámiðils, auk þess bökuðu konur úr HMH lummur og gáfu, lummurnar runnu ljúflega niður enda ilmurinn lokkandi. Sigurður Karl Leóson lék á harmónikku sem gerir alltaf góða stemningu. Það má segja að veðrið hafi ekki beint leikið við fólkið, en  það voru skin og skúrir og vindur blés um tíma, en það hafi engin áhrif á mannskapinn. Tískusýning var sennilega hápunkturinn. Þar sem búralegir bændur, huggulegar húsfreyjur og brosandi blómarósir sýndu lopapeysur, kjóla, sjöl, húfur og trefla. Þeim tókst svo vel upp að þetta voru bara eins og veraldarvön model gera,  úti í hinum stóra heimi.  Þau eiga öll heiður skilin fyrir þátttökuna. Það var ekki annað að heyra á handverkskonum en að þær væru ánægðar með daginn, þær stefna örugglega að því að hafa útimarkað næsta sumar. Hér eru myndir fá deginum.

sýningarhópurinn
sýningarhópurinn

 

 

 

 

 

 

Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Mýri spinnur.
Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Mýri spinnur.

 

 

 

 

 

 

 

hér fremst á myndinni er Hermann Herbertsson að kynna Fnjóskdælasögu ásamt fleiru.
hér fremst á myndinni er Hermann Herbertsson að kynna Fnjóskdælasögu ásamt fleiru.

 

 

 

 

 

 

 

 

Bergljót S.Benediktsdóttir með handmálaða steina.
Bergljót S. Benediktsdóttir með handmálaða steina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lotta og Svana bökuðu lummur allan tíman og höfðu varla undan.
Lotta og Svana bökuðu lummur allan tíman og höfðu varla undan.