Útilegumannahátíð og Þjólegt kaffihlaðborð

0
121

Í Kiðagili var haldin Útilegumannahátíð um síðustu helgi. Boðið var upp á ýmsa afþreyingu um helgina s.s. leiki og gönguferðir. Útimarkaðurinn stóð fyrir sínu þar sem margt handverk og heimagerðar vörur og ýmislegt annað var til sölu. Þar var einnig hægt að fá sér að borða t.d. hangikjöt eða reyktan silung sem margir nýttu sér.

Þegar líða tók á laugardagskvöldið brugðu nokkrir Bárðdælingar á leik og léku heimatilbúinn leikþátt um útilegumenn og hlaut hann mjög góðar viðtökur fjölmargra gesta. Þegar myrkið tók völdin var útisýning á fallegum landslagsmyndum af svæðinu og síðan var sýnd stuttmynd Önnu Sæunnar Ólafsdóttur Flökkusál. Myndaðist mjög góð stemmning meðal gesta enda á myndin afar vel við á útilegumannahátíð.
Á sunnudag var svo þjóðlegt kaffihlaðborð þar sem þjóðbúningaklætt starfsfólkið bauð uppá þjóðlegt bakkelsi. Á þriðja hundrað manns kom á útimarkaðinn á sunnudaginn í rjómablíðu.