Úthlutað úr Landbótasjóði

0
61

Landgræðslan hefur lokið úthlutun styrkja úr Landbótasjóði árið 2013. Til úthlutunnar voru alls rúmar 33,0 m.kr., þar af leggja Landssamtök sauðfjárbænda fram 5,4 m.kr. samkvæmt samkomulagi sem Landssamtökin og Landgræðslan hafa gert um átak í uppgræðslu illa farinna afréttarlanda þar sem áhersla er lögð á samþættingu beitar og gróðurverndar og sjálfbærni lands.

landgr

Alls bárust Landbótasjóði 69 umsóknir en árið 2012 voru þær 68. Við úthlutun styrkja úr Landbótasjóði er lögð áhersla á að umsóknir byggi á landbótaáætlun þannig að við ákvörðun um styrkveitingu sé unnt að hafa góða yfirsýn yfir viðkomandi verkefni og að tryggt sé eins og kostur er verkefnið skili þeim árangri sem stefnt er að. Í flestum þeim verkefnum sem sjóðurinn styrkir verður að gera ráð fyrir að a.m.k. 3-4 ár taki að ná þeim árangri sem stefnt er að.

Í ár hefur verið úthlutað 31,6 m.kr. til 51 verkefnis en árið 2012 voru styrkþegar 59.

Yfirlit yfir styrkþega og styrkt verkefni er að finna hér