Útgáfutónleikar Ljótu hálfvitanna á Mærudögum á Húsavík

0
128

Ljótu hálfvitarnir fagna útkomu fjórðu plötunnar sinnar á hefðbundinn hátt með stórtónleikum í heimahögum. Að þessu sinni verða þeir í Íþróttahöllinni á Húsavík, föstudaginn 26. júlí. Svo skemmtilega vill til að þá eru að hefjast Mærudagar, bæjarhátíð Húsvíkinga.

Ljótu hálv.Nýja platan er enda með húsvískasta móti – umbúðirnar prýðir mynd byggð á altaristöflunni í Húsavíkurkirkju, með hljómsveitarmeðlimum í hlutverkum frelsarans, nýrumskaðs Lazarurar og furðulostinna lærisveina. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni að viðbættum vel völdum tóndæmum af fyrri skífum.

Hálfvitar eiga von á einhverjum gestum til að aðstoða sig við spileríið, en svo mikil leynd hvílir yfir því máli að þeir vita varla sjálfir hvað stendur til.

 

Hálfvitar stefna að því að hafa gott veður, vera í góðu skapi og spila fallega.

Tónleikarnir hefjast kl. 21, eða strax að lokinni setningarathöfn Mærudaga.Höllin verður opin frá kl. 20. Þeir sem vilja tryggja sér miða í forsölu verða að snúa sér til Bókaverslunar Þórarins Stefánssonar (ef þeir
eru utanbæjarmenn) eða Ingvarsbúðar (eins og heimamenn kalla þessa sömu verslun).

Um miðjan ágúst munu Hálfvitarnir síðan endurtaka leikinn í Íslensku óperunni, svo þeir sem ekki eiga heimangegnt til Húsavíkur fái sinn skammt.