Upplýsingar til foreldra og keppenda HSÞ vegna unglingalandsmótsins

0
168

HSÞ verður með veislutjaldið sitt á tjaldsvæði HSÞ þar sem þátttakendur og fjölskyldur geta hist og átt góða samveru. Í tjaldinu verður alltaf heitt á könnunni og í boði bakkelsi/ávexti og grænmeti á hlaðborði sem foreldrar eru beðnir um að leggja til. Gott er að hafa í huga að magnið sé miðað við stærð á fjölskyldu þar sem afgangar hafa verið óhóflegir undanfarin ár.

Mótsgögn fyrir keppendur HSÞ verða afhend í HSÞ tjaldinu. Þeir sem ekki eru búnir að greiða mótsgjald verða að fara upp í Egilsstaðaskóla og nálgast sín gögn þar. HSÞ gefur öllum keppendum langerma æfingabol og verða þeir einnig afhentir í tjaldinu.

Bolirnir eru gefnir af Jarðböðunum við Mývatn, Ísfélaginu, Langanesbyggð, Landsbankanum, Dalakofanum, Ferðaþjónustunni á Narfastöðum og BJ vinnuvélum.

Á föstudagskvöldinu fer fram skrúðganga og mæting er í HSÞ tjaldið einum og hálfum tíma fyrir gönguna sjálfa. Gaman er ef allir geta verið merktir HSÞ svo þeir sem ekki eiga nú þegar HSÞ bol geta fengið slíkan fyrir skrúðgönguna. Í ár hvetjum við ykkur til að koma með boli sem eru orðnir of litlir og leyfa öðrum að nýta þar sem farið er að minnka á lager í sumum stærðum J

Með von um gott Unglingalandsmót,

Unglingalandsmótsnefnd HSÞ