Örlygur Hnefill Örlygsson er ánægður með sumarið en hann ásamt fjölskyldu reka myndarlega gistiþjónustu á Húsavík. Í boði eru 40 herbergi, þar af 19 í nýju og glæsilegu hóteli á Húsavík auk þess sem þau eru með fjögur gistiheimili til viðbótar á svæðinu. Framsýn.is segir frá.

Nýtingin hefur verið góð í sumar. Örlygur er bjartsýn ungur maður og efast ekki um að ferðaþjónustan eigi eftir að eflast enn frekar á komandi árum með vaxandi ferðamannastraum og frekari atvinnuuppbyggingu á Húsavík.
