Uppfærð verðskrá Norðlenska

0
316

Norðlenska hefur endurskoðað verðskrá sauðfjárafurða vegna sláturtíðar 2019. Á vef Norðlenska segir að uppbætur verða greiddar ef afkoma af sölu afurða leyfir.

Ef uppfærð verðskrá er skoðuð sést að lágmarks kílóverð fyrir R2 hækkar um 10 krónur, fer úr 407 krónum í 417 krónur. Fyrir U2 flokkinn fást nú 448 krónur en var áður 437 kr á kílóið, fyrir þá bændur sem eru aðilar að Búsæld. Nýju verðskrána má skoða hér

Á vefnum segir einnig að í viku 35 er um að ræða forslátrun og eru bændur sem hafa áhuga á að slátra þá hvattir til að hafa samband sem fyrst því um takmarkaða slátrun er að ræða.

Á sauðfé.is eru birtir útreikningar á meðalverði afurðastöðva og með þessari hækkun hjá Norðlenska ferð meðalverðið úr 432 kr/kg í 445 kr/kg, sem er einni krónu yfir landsmeðaltalinu.

Samanburð milli afurðastöðvar má skoða á meðfylgjandi mynd af sauðfé.is

Mynd af sauðfé.is