Uppbyggingarsjóður úthlutar 74,2 milljónum

0
63

Þann 26. júní sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, 74,2 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn er nýr og tekur við hlutverkum Menningarsamnings Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar sl. Frá þessu segir á vef Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

Styrkhafar
Styrkhafar

 

Sjóðurinn er samkeppnissjóður og  veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar  auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.

Uppbyggingarsjóði bárust samtals 169 umsóknir, þar af 61 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 108 til menningar.

Sótt var um 170,8 milljónir, þar af 83,4 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 87,4 til menningarstarfs.

Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 94 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 74,2 mkr. Heildarkostnaður við verkefnin er 450,8 mkr. (atthing.is)

Yfirlit yfir styrkhafa má finna hér. 

Myndir hér