Unglingameistaramót Íslands á skíðum – Ari með brons í svigi

0
232

Ari Rúnar Gunnarsson UMF Mývetningi náði þriðja sæti í svigi drengja 14-15 ára á Unglingameistaramóti Íslands á skíðum og brettum sem fram fór á Akureyri um sl. helgi. Ari keppti einnig í stórsvigi og var með fjórða besta tímann eftir fyrri ferðina, en varð fyrir því óláni að missa annað skíðið í seinni ferðinni. Ari kláraði samt brautina á öðru skíðinu.

Ari Rúnar Gunnarsson í brautinni
Ari Rúnar Gunnarsson í brautinni

 

UMF Mývetningur átti tvo aðra keppendur á mótinu, þá bræður Ívar Helga Einarsson og Gunnar Braga Einarsson og náði Gunnar 6. sætinu í svigi í sínum aldursflokki og Ívar varð í 19. sæti af um 30 keppendum.

 

Nánar um mótið á ski.is

 

Ari Rúnar á palli.
Ari Rúnar á palli.