Unglingalandsmót UMFÍ er á Akureyri um verslunarmannahelgina

0
77

HSÞ vill vekja athygli Þingeyinga á Unglingalandsmóti UMFÍ sem er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Í ár verður mótið á Akureyri en þar er frábær íþróttaaðstaða og allt til alls. Í ár bjóðum við krakka fædda árið 2004 og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin, segir í tilkynningu frá Unglingalandsmótsnefnd HSÞ.

HSÞ
HSÞ

Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11 – 18 ára en einnig eru í boði ýmiss verkefni fyrir 10 ára og yngri. Mótsgjald fyrir keppendur HSÞ er aðeins kr. 3.000.- og geta keppendur keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja. Keppnisgreinar í ár eru 29 talsins, sjá nánar á www.ulm.is. Skráningafrestur er til 26. júlí.

HSÞ verður með veislutjaldið sitt á tjaldsvæði HSÞ og verður þar heitt á könnunni og bakkelsi sem foreldrar koma með í púkkið. Þar verða afhent mótsgögn og ýmsar upplýsingar sem tengjast mótinu. Á föstudagskvöldinu fer fram skrúðganga og fá keppendur boli frá HSÞ til að klæðast í sem styrktir eru af Narfastöðum, Dalakofanum og Framsýn.

Áhugasömum er bent á að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna í síma: 896-3107 eða á netfanginu hsth@hsth.is.