Ungliðadeild Björgunarsveitarinnar Þingey

0
262

Um helgina fór Björgunarsveitin Þingey með ungliðadeildina í fjallaferð. Lagt var af stað úr húsi Björgunarsveitarinnar á laugardagsmorgun með 14 ungmenni á aldrinum 13 – 17 ára, og stefnan sett á Laugafell. Veður var bjart og kyrrt hér niður í byggð, en þegar á fjöllin var komið var strekkings vindur. Í ferðinni voru tveir björgunarsveitarbílar, þrír vélsleðar og 3 einkabílar. Ferðin sóttist vel. Komið var í Laugafell um fjögurleytið.

 

Hópurinn samankominn við Laugarfell
Hópurinn samankominn við Laugafell

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Ingi Hermannsson og Sandra Sif Agnarsdóttir

Einar Ingi Hermannsson og Sandra Sif Agnarsdóttir

Eftir að allir höfðu komið sér fyrir í skálanum var brugðið á leik á sleðum og leikið sér um stund. En menn verða fljótt svangir eftir góða  útivist og þá varð að huga að kvöldmat. Það hjálpuðust allir að við eldamennskuna, karlpeningurinn var alveg sérstaklega áhugasamur og tók virkan þátt. Grillaðar voru lambasneiðar og meðlæti útbúið inni. Eftir kvöldmat var farið í laugina og svo í leiki.

Jörundur Ólafsson gerir sósuna.
Jörundur Ólafsson myndarlegur við sósugerðina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

t.v.Sigtryggur Andri Vagnsson og t.h. Aron Snær Kristjánsson og á bak við þá eru Þorgeir Atli Hávarsson, Jörundur S. Ólafsson og Bjarni Hauksson.

t.v.Sigtryggur Andri Vagnsson og t.h. Aron Snær Kristjánsson og á bak við þá eru Þorgeir Atli Hávarsson, Jörundur S. Ólafsson og Bjarni Hauksson. Gæða sér á lambakjötinu.

 

 

 

Huldar Trausti Valgeirsson.

Huldar Trausti Valgeirsson.

 

Eftir morgunmat, frágang og tiltekt á sunnudagsmorgun var haldið af stað heim á leið. Með í ferðinni voru staðkunnugir menn eins og Páll Kjartansson í Víðikeri, Hlini Gíslason Svartárkoti og Einar Ingi Hermannsson frá Jarlstöðum og voru þeir duglegir að fræða ungliðana um það sem fyrir augu bar. Bjart var og fjallahringurinn skartaði sínu fegursta, mátti þar sjá Herðubreið, Trölladyngju, Dyngjuföll, Tungnafellsjökul, Hofsjökul og Sellandafjall. Þótti það mikil upplifun að sjá þetta víðerni. Ekið var austur yfir fljót og kofinn í Réttartorfu skoðaður, þar var borðað nesti.

Björgunarsveitarbílar
Björgunarsveitarbílar

 

 

 

 

 

 

 

Á heimleiðinni var komið að Hrafnabjargafossum í klakaböndum. Allir komu heilir heim, sælir og kátir með ferðina, sem heppnaðist mjög vel, þó einn bíll hafi bilað og eitthvað  setið fastur, gerði það ferðina bara eftirminnilegri.

Hrafnabjargafossar
Hrafnabjargafossar