Unga fólkið okkar

0
144

Skólarnir tveir í Þingeyjarsveit, Þingeyjarskóli og Stórutjarnaskóli standa að Félagsmiðstöð fyrir nemendur í 7. til 10. bekk og skiptast á að bjóða heim. Félagsmiðstöðvarnar eru góður vettvangur fyrir nemendur þessara skóla að hittast, kynnast og skemmta sér saman. Stundum velja nemendurnir að vera með “þema”  eins og Jólaþema, litaþema, fancy, öskudagsbúninga eða, eins og var s.l. fimmtudagskvöld í Stórutjarnaskóla, Halloween þema. Alltaf er músíkin í hávegum höfð, unga fólkið er duglegt að dansa, syngja og skemmta sér. Vinsælustu dansarnir eru Hlöðudans sem er skiptidans og marsering. Nemendur sjá sjálfir um tónlistina og lagaval. Stundum er farið í leiki og Sjoppan er opin. Fréttaritari reyndi að ná mynd af öllum sem komu á félagsmiðstöðina en það tókst þó ekki, því miður.

IMG_0267

IMG_0250IMG_0248

IMG_0258

IMG_0240

IMG_0230

IMG_0255IMG_0253

IMG_0245

IMG_0261

IMG_0273