Undirskriftarsöfnun hafin gegn lokun Litlulaugaskóla

0
89

Hafin er undirskriftarsöfnun á netinu sem ber yfirskriftina “Grunnskóla áfram í byggðakjarnanum: Stöðvum fyrirhugaða lokun Litlulaugaskóla að Laugum í Reykjadal” Á vef undirskriftarsöfnunarinnar segir ma. þetta. “Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar ákvað á fundi þann 18. desember 2014 að loka Litlulaugaskóla í vor og keyra alla nemendur skólans rúmlega 20 km leið í Hafralækjarskóla í Aðaldal. Þó svo að margt hafi verið gert til þess að láta líta svo út sem um vandaða og faglega ákvörðun sé að ræða sem tekin sé í fullu samráði og sátt við íbúana verður hverjum þeim sem rýnir í fyrirliggjandi gögn og kynnir sér málið ljóst að svo er ekki”.

Litlulaugaskóli
Litlulaugaskóli

Á vefnum segir einnig að það sé sannfæring þeirra sem standa að baki þessari undirskriftarsöfnun að þó svo að íbúar á öðrum skólasvæðum í Þingeyjarsveit en Litlulaugaskóla sjái ekki hversu glórulaus þessi ákvörðun er þá sjái það margir aðrir – fleiri en þeir sem sjá það ekki, fleiri en allir íbúar í Þingeyjarsveit til samans.

Hópurinn sem stendur að undirskriftarsöfuninni hefur boðað til mótmælafundar fyrir utan Kjarna á Laugum á morgun fimmtudag kl 13:00, á meðan sveitarstjórnarfundur stendur yfir.

Hægt er að skrifa undir hér