Nú stendur yfir skráning í vinnuskóla Þingeyjarsveitar. Áætlað er að vinnuskólinn verði starfræktur alla virka daga á tímabilinu 10. júní – 1. ágúst. Skráning fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Einnig er mögulegt er að hringja skráninguna inn í síma 464-3322 eða prenta út umsóknareyðublað hér á heimasíðu Þingeyjarsveitar og senda á skrifstofuna. Umsóknarfrestur er til 30. maí.
Umsækjendur fá sent bréf heim með nánari upplýsingum um vinnutíma, markmið og reglur vinnuskólans.
Rétt til vinnuskólans hafa ungmenni í Þingeyjarsveit fædd 1998, 1999 og 2000 ( 8. 9. og 10. bekkur)
Móttöku umsókna og nánari upplýsingar veita Ingólfur og Margrét á skrifstofu Þingeyjarsveitar í síma 464-3322