Umsagnir óskast um nýja lögreglusamþykkt Skútustaðahrepps

0
255

Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps í dag var lögð fram tillaga að nýrri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið Skútustaðahrepp til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að á milli umræðna verði lögreglusamþykktin birt á heimasíðu hreppsins og óskað eftir athugasemdum frá íbúum Skútustaðahrepps.

Þeir sem vilja gera athugasemdir eða koma með ábendingar er bent á að senda tölvupóst á netfangið sveitarstjori@myv.is  eða senda bréf á hreppsskrifstofuna. Skilafrestur athugasemda er til og með 1. mars 2017.

 

Drög að nýrri lögreglusamþykkt Skútustaðahrepps 08.02.2017

Núgildandi lögreglusamþykkt (til samanburðar)