Umræðufundur um atvinnumál í Seiglu á fimmtudagskvöld

0
89
Umræðufundur um atvinnumál í Þingeyjarsveit í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga verður haldinn í Seiglu-miðstöð sköpunar, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:30. Reinhard og Jóna mæta á fundinn. Íbúar eru hvattir til að mæta og koma með hugmyndir að borðinu til umræðu og úrlausnar. Hugmyndin er að við komum hugmyndum í farveg sem íbúar hafa sjálfir áhuga á að vinna að. Frá þessu segir í tilkynningu.
Litlulaugaskóli haus
Í tilkynningunni segir einnig að Seigla auglýsir aðstöðu til listsköpunar í kjallara Seiglu.
Aðstaðan verður án endurgjalds fyrstu mánuðina en síðar verður innheimt lágmarksgjald til að standa undir kostnaði. Opnunartími verður fyrst um sinn á opnunartíma Seiglu frá 8-15 virka daga, og á opnunartíma Bókasafns Reykdæla. Einnig verður í boði að fá fast rými til leigu.
Nánari upplýsingar veitir Anita, verkefnastjóri Seiglu s: 464-3178, s: 698-5161.