Umhverfis og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla

0
203
Hið árlega umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla fór fram í gær, þriðjudaginn 19. febrúar. Þetta er fjórða þingið, og þótti takast vel. Fyrir ári síðan fékk skólinn og nemendur hans, mikla viðurkenningu þegar þau voru útnefnd, Varðliðar umhverfisins 2012. Það er umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem veita þessi verðlaun. Heyrst hefur að fleiri skólar vilji taka upp svona umhverfisþing, að fyrirmynd Stórutjarnaskóla.Þingið hófst með því að kórar eldri og yngri nemenda sameinuðust  og sungu Skólasönginn, lag eftir Jaan Alavere við texta eftir Anítu Þórarinsdóttur.Fyrir þingið í gær höfðu nemendur lagt á sig mikla vinnu við undirbúning þingsins. Þau höfðu æft söng, unnið úr niðurstöðum fæðuviðhorfskannana með glærusýningu og sögðu hvernig moltugerð færi fram, og hleyptu svo formlega af stað moltugerð í skólanum. Mæting var með ágætum og að þessu sinni komu nokkrir kennarar frá Þelamerkurskóla og Hrafnagilsskóla til að fylgjast með.Einnig komu á þingið aðilar úr stjórnsýslu Þingeyjarsveitar ásamt Dagbjörtu Jónsdóttur sveitastjóra.
Aðal fyrirlesari þessa þings var Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur. Erindi hans hét, Tengsl náttúru og geðheilsu, náði hann vel til allra í salnum, bæði eldri og yngri áheyrenda. Hann talaði um að við mannfólkið þyrftum að “hlaða batteríin”, safna og endurnýja orkuna okkar. Tók hann upp farsímann sinn, sýndi salnum og tók svo batteríin úr, til útskýringar.  Rannsóknir hafa sýnt að skjótvirkasta leiðin við að endurnýja orkuna er að fara út í náttúruna. Einnig sagði hann frá rannsókn sem gerð var á sjúkrahúsi. Þeir sjúklingar sem sjá lifandi náttúruna fyrir utan gluggann sinn þurfa minna af verkjalyfjum og batinn verður hraðari, heldur en ef útsýnið er dauður steinveggur.

Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur

Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur

 

Þinginu lauk svo með tónlistaratriði þar söng kór eldri nemenda lagið country rouds eftir John Denver, Jaan Alavere lék á píanó.

Jaan og kórinn
Jaan og kórinn

 

 

 

 

 

 

Hluti gesta.

Hluti gesta.