Umhverfis og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla

0
125

Miðvikudaginn 25. febrúar nk. er foreldrum barna í Stórutjarnaskóla og öðrum íbúum í Þingeyjarsveit boðið að koma og fræðast um umhverfis – og lýðheilsumál og vinnu nemenda þar að lútandi í skólanum. Þingið hefst kl 13:10 og stendur til u.þ.b. 15:20.

Umhverfisþing

Aðalfyrirlesari verður Jónas Helgason, fyrrum menntaskólakennari, sem ræðir um eldgos og áhrif þeirra á umhverfi, loftslag og lífríki. Þá munu nemendur m.a. kynna niðurstöður úr lýðheilsurannsókn sem lögð var fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk Stórutjarnaskóla á síðasta ári. Loks mun fulltrúi Þingeyjarsveitar kynna nýlegar niðurstöður starfshóps um skipan sorphirðumála í sveitarfélaginu.

Allir eru velkomnir og gott væri að sem flestir sæju sér fært að mæta til að hlýða á athyglisverðar upplýsingar um mikilvæg málefni sem eiga erindi til okkar allra.

Nánari dagskrá.

Kl.13:10:   Setning og tónlistaratriði :   Söngur – Vikivaki

Kl 13:15:   Fundarstjóri – kynning á dagskrá  o.fl

Kl 13:20:  “Það sem upp kemur í eldgosum og hvaða afleiðingar hefur það til lengri og skemmri tíma” Jónas Helgason

Kl. 14:00 Dæmi um endurvinnslu: Tónlistaratriði, roðtrommur.  Nemendur úr 3.-5. bekk

KL 14:05  Verkefni í tengslum við loftslagsáskorun.  Nemendur í 8. bekk

 

Kl 14:15    Hlé –  kaffi, vatn, ávextir

 

Kl 14:15 Tónlistaratriði, flautuleikur.   Guðný Jónsdóttir

Kl 14:20 Hvert stefnir í sorpmálum Þingeyjarsveitar?  Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

14:35  Niðurstöður úr lýðheilsukönnun nemenda, starfsfólks og foreldra.  Nemendur í Umhverfis- og lýðheilsunefnd

Kl. 14:55   Átak í að draga úr notkun plastpoka.  Sigrún Jónsdóttir

Kl 15:05   Fyrirspurnir

Kl 15:10  Fjöldasöngur:   Grasið grænkar

Kl 15:15: Þingslit