Umferð jókst um Fljótsheiði og Mývatnsheiði

0
236

Umferð jókst um Fljótsheiði og Mývatnsheiði á vöktunarsvæði Gaums. Nýjustu tölur sýna áhugaverða þróun og ber þar helst að nefna að umferð um Víkurskarð dregst saman á milli áranna 2017 og 2018. Bílum sem fóru um Víkurskarðið fækkaði úr 1800 bílum að meðaltali á dag í 1665 bíla að meðaltali á dag. Þrátt fyrir þessa fækkun bíla sem fór um Víkurskarð þá var leiðin enn sú fjölfarnasta af þeim punktum sem fylgst er með í Sjálfbærniverkefninu.

Víkurskarðið er ekki eini vegurinn sem dróg úr umferð á, á milli ára. Fylgst er með umferð sunnan Húsavíkur, á norðausturvegi og þar dróg úr umferð, bæði til og frá bænum. Á öðrum leiðum jókst umferðin. Mest var aukningin um Fljótsheiði, rúm 6%, og þar á eftir Mývatnsheiði, tæp 6%. Alls fóru að meðaltalið 985 bílar á dag um Fljótsheiði á árinu 2018 í samanburði við 929 árið á undan. Um Mývatnsheiði fóru 1100 bílar að meðaltali á dag yfir árið en 1038 árið áður. Umferð um Tjörnes og hringveginn austan við norðausturveg jókst lítilsháttar, annars vegar um 4 bíla að meðaltali á dag og hins vegar um 12 bíla að meðaltali á dag.

Til gamans skoðuðum við líka þróunina fyrir Dettifossveg þó hann tilheyri ekki mælingum Gaums, en mælingar á umferð um hann hófust árið 2013. Dettifossvegur, tengir Öxarfjörð við Mývatnssveit og Austurland og er talinn geta haft mikil áhrif á samfélagið og atvinnulíf t.a.m.k ferðaþjónustu. Þá skapast einnig möguleiki á hringferð um hinn svokallaða Demantshring með tilkomu hans er áætlað er að framkvæmdum við hann ljúki í september 2021. Umferð um veginn hefur aukist jafnt og þétt frá því mælingar hófust en dró úr henni á milli áranna 2017 og 2018.