UMF Mývetningur gefur Reykjahlíðarskóla 10 hlaupahjól

0
254
Mynd af vef Skútustaðahrepps

Nýja fjölnota hjólabrautin við Reykjahlíðarskóla hefur heldur betur slegið í gegn. Við erum Heilsueflandi samfélag og í anda þess tók íþrótta- og ungmennafélagið Mývetningur sig til og gaf Reykjahlíðarskóla 10 hlaupahjól sem nemendur geta notað í frímínútum í hjólabrautinni. Kunnum við félaginu bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Frá þessu segir á vef Skútustaðahrepps.

Á myndinni eru Sigurbjörn formaður og Jóhanna frá Mývetningi og Sólveig skólastjóri við afhendingu hlaupahjólanna.

Lesa um hjólabrautina.