Um bókina Kveikjur

0
224

Það er notalegt að hafa bækur á náttborðinu sem hægt er að grípa í. Eitthvað sem ekki þarf að lesa allt í einu, eitthvað sem er hægt að lesa aftur og hugleiða. Bókin Kveikjur er þannig rit. Hugleiðingar sem fylgja okkur. Bók sem verður vinur, skrifar Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur við Landsspítalann.

Kveikjur 2

Bolli Pétur Bollason skrifar sögur þar sem er tekist er á við lífið, spurningar sem vakna í vegferð okkar hér sem manneskja, spurningar sem vakna með okkur sjálfum, í samfylgd með öðru fólki og Guði. Um er að ræða hugleiðingar, sögur, sem hafa tilvísun í lífsreynslu okkar. Tilraun til að leita eftir svörum í lífinu, í það minnsta er markmiðið að skilja eftir spurningar. Spurningar vekja alltaf innsæi, leiða okkur inn í veröld sem við höfum ekki endilega kannað áður. Höfundur vill fylgja okkur þangað. Þetta er notaleg vegferð, stundum ögrandi en það er gott að glíma og hugleiða.

 

Höfundur kýs að kalla sögurnar kveikjur. Nafnið Kveikjur vísar í markmið höfundar um notagildi þessara sagna til að kveikja hjá okkur hugrenningartengsl. Umfjöllunarefnin eru margvísleg. Sögurnar fjalla ekki um dægurmál heldur  hefur  höfundur ákveðið að fjalla um margvísleg mein í samfélagi okkar, má þar nefna  fátækt, ofbeldi í ýmsum myndum, einsemd, siðferðisleg álitamál, tilvistar-og tilgangsspurningum, sorgina, gleðina, kærleikann, samskipti fólks og á milli kynslóða,tímann og endalokin. Slíkar Kveikjur verða aldrei lesnar í eitt skipti fyrir öll. Slíkar Kveikjur þurfa alltaf að fylgja okkur. Höfundur gefur ekki svör, hann er að spyrja eins og góður sálgætir.

Vigfús Bjarni Albertsson
Vigfús Bjarni Albertsson

 

 

Þessar 40 smásögur, Kveikjur, eru ekki sögur til að lesa allar í  einu. Við lesturinn mátum við okkur við aðstæður í hvert eitt sinn sem sem við lesum kveikjurnar. Sumar eru kunnuglegar, hugsanlega ókunnar og aðrar verða kunnuglegar við frekari kynni. Þessar sögur geta verið hluti af andlegri iðkun okkar, þær geta verið notaðar í verkefnastarfi. Þær geta verið gjöf til þess sem er að glíma við lífið. (Fréttatilkynning)