Um 300 manns heimsóttu jólasveinanna í Dimmuborgum

0
162

Það voru um 300 gestir sem heimsóttu Jólasveinanna í Dimmuborgum á Jónsmessunótt. Jólasveinarnir fluttu í byrjun vors í nýjan og stærri helli í Dimmuborgum. Ástæða flutninga var sú, að þeirra sögn, vond lykt sem sem hafði tekið sér bólfestu á gamla heimili þeirra.

Í helli jólasveinanna
Í helli jólasveinanna

Jólasveinarnir settu upp nokkur skilti í Dimmuborgum til að vísa gestum veginn að nýja heimilinu, sum voru frekar villandi þannig að nokkrir gestir villtust af leið. En áttuðu sig fljótt á prakkaraskap jólasveinanna og fundu hellinn eftir smá leit.

Algjörir Jólasveinar
Algjörir Jólasveinar

Jólasveinarnir tóku glaðir á móti gestum, spjölluðu, sögðu sögur, aðalega af sjálfum sér eða hinum bræðrunum. Auk þess sem það var spilað á spil, sungið og haft gaman.

Jólasveinarnir í Dimmuborgum vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu leið sína í hellinn og segjast ætla að endurtaka heimboðið að ári.