Uglan kaffihús / Gamli Barnaskólinn í Skógum

0
428

Árið 1916 keypti Hálshreppur jörðina Skóga í Fnjóskadal. Þá var þar ófullgert timburhús sem var lagfært og gert íbúðarhæft. Þarna var útbúin skólastofa með þremur langborðum sem tóku 18 nemendur í sæti.  Svona hefst saga barnaskólans í Skógum. Fram að þeim tíma hefði verið rekinn farskóli í Fnjóskadal sem fluttist frá einu heimili til annars. Þröngt var um nemendur í Skógum og þurfti að tvískipta kennslu fyrsta árið, unglingum var kennt í þrjá mánuði og börnum í þrjá mánuði. Fyrri heimstyrjöldin truflaði þó kennslu m.a. sökum skorts á eldsneyti til upphitunar.  Að henni lokinni var kennsla stopul, erfiðlega gekk að finna kennara og mikil fátækt var meðal bænda. Loks árið 1932 var tekinn upp fastur sex mánaða heimavistarskóli í Skógum, sem skiptist á milli eldri og yngri nemenda sem fyrr. Um 1960 lengdist skólaskyldan og kennt var í átta mánuði á ári allt til ársins 1972.  Frá árinu 1932 starfaði sami kennari allt til ársins 1972 eða þar til skólahaldi var hætt í Skógum. Þetta var Jón Kr. Kristjánsson frá Víðivöllum. Á þessum fjörutíu árum hafði hann kennt þremur kynslóðum í Fnjóskadal en hann dvaldi með nemendum allan sólarhringinn og var til staðar þegar á þurfti að halda.

gamlar og mikið lesnar námsbækur
gamlar og mikið lesnar bækur

 

 

 

 

 

 

 

Núna er rekið kaffihús í Skógum, það fékk nafnið Uglan kaffihús. Þó er hægt er að fá húsnæðið leigt fyrir hin ýmsu tilefni eftir klukkan 18:00 á daginn. Þá er tilvalið að nýta salinn fyrir fyrirlestra, listviðburði eða annað. Bæði er hægt að nýta eldhúsaðstöðuna eða koma með mat með sér. Um er að ræða tvo sali og eldhús. Nánari upplýsingar veitir Agnes Þórunn í síma: 849-8902 eða 860-2213.

Kaffihúsið Uglan er opið alla daga frá 11:00 til 18:00 frameftir sumri. Alltaf eru listsýningar í gangi. Núna eru málverk af íslenska hestinum eftir Gunnlaugu Ósk, eða Gullu Sigurðardóttu. Samhliða málverkunum er Auður Snjólaug Karlsdóttir í Steinkirkju að sýna gamlar leikaramyndir, spil og servettur. Þessar sýningar verða til 31. júlí, frá 1.ágúst verður svo Margrét Thorarensen með eigið handverk, klukkur og púða.

hestamynd Gullu
hestamynd Gullu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hestamynd Gullu
hestamynd Gullu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uglan kaffihús er með allt brauð heimbakað og gómsætt og ilmandi kaffi. Boðið er uppá rúgbrauð og soðið brauð með reyktum silungi frá Svartárkoti og hefur hann vakið sérstaka lukku á meðal gesta. Þá er í boði guðdómleg súkkulaðikaka, döðlu og súkkulaðikaka með karamellusósu og þeyttum rjóma, hrákaka, pönnukökur, kleinur og fleira.

döðlu og súkkulaði kakan
döðlu og súkkulaði kakan

 

 

 

 

 

 

 

Það er gaman að skoða þetta gamla skólahús því litlu sem engu hefur verið breytt. Gamlar myndir prýða veggi veitingasalarins einnig upplýsingar um skólastarfið og starfsfólk. Gamlar kennslubækur eru áberandi, landakort og fleira skemmtilegt. Þegar fréttaritari leit við á dögunum voru þær að vinna Agnes Þórunn Guðbergsdóttir Hróarstöðum og Guðrún Brynjólfsdóttir barnabarn hjónanna á Veturliðastöðum.

Agnes Þórunn og Guðrún
Agnes Þórunn og Guðrún