Kjördæmisþing Framsóknarmanna í NA-kjördæmi, sem haldið var í Mývatnssveit um helgina, samþykkti að tvöfalt kjördæmisþing myndi ráða uppröðun á lista framsóknarmanna fyrir þingkosningar í vor.

Alls kusu 165 fulltrúar. 48 fulltrúar vildu lokað prófkjör, 115 vildu tvöfalt kjördæmisþing en tvö atkvæði voru auð.
Tvöfalt Kjördæmisþing Framskóknar verður haldið í Mývatnssveit 1. desember nk. og þá ræðst uppröðun Framskóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
