Tveir lambhrútar heimtast í Mývatnssveit

0
136

Tveir lambhrútar í eigu Birgirs V Haukssonar bónda í Hellu í Mývatnssveit heimtust í dag. Það var Andri Karlsson í Reykjahlíð sem keyrði fram á þá í sunnanverðu Hlíðarfjalli. Andri hafði samband við Daða Lange Friðriksson sem brást skjótt við og sótti þá á vélsleða.

Bigir V Hauksson með hrútanna sína. Mynd: Daði Lange Friðriksson
Birgir V Hauksson með hrútanna sína. Mynd: Daði Lange Friðriksson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að sögn Daða Lange var merkilega gott ástand á hrútunum, en veturinn hefur verið mjög snjóþungur og erfiður. Daði taldi líklegt að hrútarnir hefðu farið í fönn í septemberóveðrinu en haft sig af eigin rammleik úr fönninni. Sáust glögg merki þess á hornum þeirra.  Hrútarnir eru undan Jökli 07-844 og Spesíu frá Hellu, en hún skilaði sér ekki í haust.