Tryggvi verður í nýliðavali NBA

0
317

Vefsíðan karfan.is greinir frá því að Tryggvi Snær Hlinason verði í nýliðavali NBA sem fram fer þann 21. júní nk. í New York. Þegar hafði verið greint frá því að Tryggvi hefði gefið kost á sér í nýliðavalið og nú liggur fyrir skv. heimildarmönnum körfunnar.is að hann hyggst ekki draga framboðið til baka áður en frestur til þess rennur út, en hann rennur út kl. 22 í kvöld (11. júní) að íslenskum tíma.

Samkeppnin er nokkuð hörð í nýliðavalinu, en heimildarmenn körfunnar.is telja líklegt að Tryggvi verði valinn í 2. umferð. Skoða má hvaða lið eiga valrétt í 2. umferð hér – http://www.nba.com/draft/2018/board#/ – og hvaða leikmenn gefa kost á sér hér – http://www.nba.com/draft/2018/prospects – .

Fylgjast má með helstu tíðindum frá nýliðavalinu hér – http://www.nba.com/draft#/ – en þar má m.a. sjá lista liða sem hafa valrétt í valinu og innri röð þeirra. Alls er um að ræða tvær umferðir – http://www.nba.com/draft/2018/board#/ – og mun liðið Phoenix Suns eiga fyrsta valrétt í fyrstu umferð, en dregið var um röð liða sem eiga valrétt í nýliðavalinu.