Tryggvi stigahæstur í tapleik gegn Kýpur á Smáþjóðaleikunum

0
205

A-landslið Íslands í körfuknattleik hóf keppni á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag með 14 stiga tapi gegn Kýpur 57-71. Bárðdælingurinn stóri, Tryggvi Snær Hlinason, átti mjög góðan leik og skoraði 13 stig og tók 14 fráköst á þeim rúmu 19 mínútum sem hann spilaði í leiknum og var Tryggvi stigahæstur í liði Íslands.

Næstur Tryggva kom Jón Axel Guðmundsson með 8 stig og Kristófer Acox var með 7 stig og 10 fráköst.

Næsti leikur liðsins verður gegn San Marinó í leik sem fram fer á morgun, miðvikudag og hefst leikurinn klukkan 18:00 að Íslenskum tíma.