Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason hefur verið valin í landslið Íslands U-20 ára í körfubolta en liðið mun taka þátt á Evrópumóti FIBA sem fram fer á Grikklandi dagana 15.-24. júlí en keppnin fer fram í borginni Chalkida.

Andstæðingar Íslands í riðlinum verða Hvíta-Rússland, Rússland, Eisland og Pólland og svo tekur við úrslitakeppni og leikir um sæti. Liðið er við æfingar þessa dagana og heldur utan 13. júlí næstkomandi.
Liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Breki Gylfason – Breiðablik
Brynjar Magnús Friðriksson – Stjarnan
Halldór Garðar Hermannsson – Þór Þorlákshöfn
Hjálmar Stefánsson – Haukar
Jón Axel Guðmundsson – Davidson, USA / Grindavík
Kári Jónsson – Haukar
Kristinn Pálsson – Marist University, USA / Njarðvík
Pétur Rúnar Birgisson – Tindastóll
Snorri Vignisson – Breiðablik
Tryggvi Þór Hlinason – Þór Akureyri
Viðar Ágústsson – Tindastóll
Vilhjálmur Kári Jensson – KR
Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson. Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson