Tryggvi Snær valinn í landsliðshópinn fyrir Smáþjóðaleikanna

0
357

Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag hvaða leikmenn það verða sem munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í San Marínó 30. maí til 3. júní.

Bárðdælingurinn stóri, Tryggvi Snær Hlinason leikmaður Þórs á Akureyri, er einn af þeim tólf leikmönnum sem skipa karlalandslið Íslands, en margir nýliðar skipa hópinn að þessu sinni.

Landslið karla
Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn
Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík
Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík
Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar
Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík
Kristófer Acox · KR (12)
Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Ólafur Ólafsson · Grindavík (11)
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll
Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8)
Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson · KR

(Landsleikir innan sviga)