Tryggvi Snær valinn í A-landsliðið fyrir leiki gegn Tékkum og Búlgörum

0
269
Craig Pedersen þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa valið þá 12 leikmenn sem skipa landsliðshópinn fyrir landsliðsgluggann í nóvember. Liðið mun halda til Tékklands mánudaginn 20. nóvember til æfingar og dvalar fram að leik gegn heimamönnum á föstudeginum 24. nóvember. Frá þessu segir á kki.is
Útileikurinn verður sýndur beint á RÚV 2. Liðið ferðast svo heim daginn eftir og mun mæta til leiks á mánudaginn 27. nóvember í Höllinni og leika gegn Búlgaríu. Auk Tékklands og Búlgaríu leika Finnar með okkur í riðli og koma þeir til Íslands í næsta glugga í seinnihluta febrúar 2018.
Landsliðshópur karla · Nóvember 2017
Nafn Lið F. ár Hæð Landsleikir
Brynjar Þór Björnsson KR 1988 192 67
Haukur Helgi Pálsson Briem Cholet Basket (FRA) 1992 198 61
Hlynur Bæringsson Stjarnan 1982 200 116
Jakob Örn Sigurðarson Boras Basket (SWE) 1982 190 85
Kári Jónsson Haukar 1997 192 5
Kristófer Acox KR 1993 198 30
Logi Gunnarsson Njarðvík 1981 192 143
Martin Hermannsson Charleville (FRA) 1994 194 56
Ólafur Ólafsson Grindavík 1990 194 20
Pavel Ermolinskij KR 1987 202 67
Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll 1993 180 5
Tryggvi Snær Hlinason Valencia (ESP) 1997 215 24

Sjá nánar á kki.is