Tryggvi Snær valinn í 12 manna lokahópinn fyrir EuroBasket 2017

0
409

Nú í hádeginu var tilkynnt hvaða 12 leikmenn það eru sem fara fyrir Íslands hönd á lokamót EuroBasket í lok mánaðarins. Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason er einn af þessum 12 leikmönnum. Ísland er í A riðli, en hann er leikinn í Helsinki í Finnlandi.

12 manna lokhópur Íslands fyrir EuroBasket: 

1: Martin Hermannsson – Châlon-Reims (FRA) · 53 leikir
3: Ægir Þór Steinarsson – Tau Castello (ESP) · 48 leikir
6: Kristófer Acox – KR (ISL) · 25 leikir
8: Hlynur Bæringsson – Stjarnan (ISL) · 111 leikir
9: Jón Arnór Stefánsson – KR (ISL) · 92 leikir
10: Elvar Már Friðriksson – Barry University (USA) · 27 leikir
13: Hörður Axel Vilhjálmsson – Astana (KAZ) · 65 leikir
14: Logi Gunnarsson – Njardvik (ISL) · 138 leikir
15: Pavel Ermolinskij – KR (ISL) · 62 leikir
24: Haukur Helgi Pálsson -Cholet Basket (FRA) · 56 leikir
34: Tryggvi Snær Hlinason – Valencia (ESP) · 19 leikir
88: Brynjar Þór Björnsson – KR (ISL) · 62 leikir

Þjálfari liðsins er Craig Pedersen

Fyrsti leikurinn er gegn Grikkjum og fer hann fram fimmtudaginn 31. ágúst og verður hann í beinni útsendingu á rúv kl 13:30. Allir leikir Íslands verða í beinni útsendingu á rúv og má skoða leikjaplanið hér.

31.08 Ísland – Grikkland EM karla í körfubolta 13:30 RÚV
02.09 Ísland – Pólland EM karla í körfubolta 10:45 RÚV
03.09 Ísland – Frakkland EM karla í körfubolta 10:45 RÚV
05.09 Ísland – Slóvenía EM karla í körfubolta 10:45 RÚV
06.09 Finnland – Ísland EM karla í körfubolta 17:45 RÚV