Tryggvi Snær stigahæstur gegn Litháen

12 manna lokahópurinn tilkynntur á sunnudag

0
341

Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í tapleik með Íslenska A-landsliðinu í körfubolta gegn Litháen ytra sem fram fór í gær. Tryggvi skoraði 19 stig og tók einnig flest fráköst eða 7 talsins. Tryggvi spilaði í 31 mínútu í leiknum. Lokatölur urðu 84-62 fyrir Litháen. Frá þessu segir á vef KKÍ

Tilkynnt verður um 12 manna lokahópinn fyrir Eurobasket nk. sunnudag. Lokaæfingar A-landsliðsins fara fram um helgina fyrir brottför á mánudaginn kemur, 28. ágúst, til Helsinki. Fyrsti leikurinn á EM verður svo fimmtudaginn 31. ágúst gegn Grikkjum.

Hér má skoða tölfræði leiksins