Tryggvi Snær, Helgi og Pétur Ívar verðlaunaðir hjá Þór

0
441

Þingeyingarnir Tryggvi Snær Hlinason, Helgi Brynjólfsson og Pétur Ívar Kristinsson hlutu verðlaun á lokahófi yngri flokka í körfubolta hjá íþróttafélaginu Þór á Akureyri sem fram fór sl. laugardag.

Pétur Ívar Kristinsson
Pétur Ívar Kristinsson

Pétur Ívar Kristinsson fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir í 10. flokki karla. Helgi Brynjólfsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn í 9. flokki karla og Tryggvi Snær Hlinason fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir í drengjaflokki og sem efnilegasti leikmaðurinn. Tryggvi Snær var auk þess valinn efnilegasti leikmaður Þórs í yngri flokkum á lokahófinu.

Helgi Brynjólfsson. Mynd Jónas Reynir
Helgi Brynjólfsson. Mynd Jónas Reynir
Tryggvi Snær Hlinason landsliðið
Tryggvi Snær Hlinason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tryggvi Snær með silfur á Norðurlandamótinu.

Tryggvi Snær var fjarverandi á lokahófinu þar sem hann var staddur í Solna í Svíþjóð þar sem hann keppti fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti U18 ára í körfubolta. Landslið Íslands vann til silfurverðaluna á mótinu og tapaði aðeins einum leik, gegn Svíum, sem urðu Norðurlandameistarar.

Síðasti leikur mótsins gegn Dönum var besti leikur Tryggva Snæs en hann var með 12 stig (71% nýtingu), tók 6 fráköst, 3 varin skot og 17 í framlagi.

Nánar á Karfan.is