Tryggvi Snær næst stigahæstur í liði Valencia í tapleik

Myndband af flottri troðslu hjá Tryggva

0
302

Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik með Valencia Basket sem tapaði í kvöld fyrir gríska stórliðinu Panathinikos í næst síðustu umferð Euroleague. Þetta var síðasti útileikur Valencia á þessu tímabili og var lokastaðan 75-56. Tryggvi Snær spilaði nærri 20 mínútur í leiknum sem er það langmesta sem hann hefur leikið í vetur. Hann skilaði átta stigum, 6 fráköstum, 1 stoðsendingu og einn varin bolta. Hann fékk þá fimm villur í leiknum sem komu í raun veg fyrir að hann spilaði ekki meira en raun bar. Frá þessu segir á Karfan.is 

Stuðningsmenn Valencia lofsama Tryggva á Twitter eftir leik. Einn líkir Tryggva við Guð og þá er einn sem veltir því fyrir sér afhverju Tryggvi hefur ekki fengið fleiri tækifæri miðað við leikjaálag vetrarins.

Valencia er í 13. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir með 11 sigra eins og tvö önnur lið. Liðið getur því hoppað upp um nokkur sæti. Síðasti leikur liðsins er gegn Maccabi Tel Aviv á heimavelli eftir nákvæmlega viku.

Hér fyrir neðan má sjá flotta troðslu hjá Tryggva í leiknum