Tryggvi Snær með góða frammistöðu í Grikklandi

0
68

Bárðdælingurinn öflugi Tryggvi Snær Hlinason hefur staðið sig mjög vel með Íslenska U20 ára landsliði karla í körfubolta sem statt er í Grikklandi um Þessar mundir. Liðið hefur lokið þremur leikjum í B-deild Evrópukeppninnar í körfubolta, tveir hafa unnist en einn tapast. Í fyrradag vannst frækinn sigur á Rússum 71-65 þar sem Tryggvi Snær átt stórleik.

Tryggvi Snær Hlinason. Mynd: Páll Jóhannesson
Tryggvi Snær Hlinason. Mynd: Páll Jóhannesson

Ísland tapaði naumlega fyrir Hvít-Rússum í fyrsta leik en liðið hafði svo betur gegn öflugu liði Rússa 71-65. Tryggvi Snær átti stórleik gegn Rússum en hann skoraði 11 stig og tók 19 fráköst alls og þar af 11 sóknarfráköst, sem er met í B-deildinni skv. heimasíðu FIBA Europe.

Íslenska liðið vann svo Eistland 75-72 í gær og í þeim leik skoraði Tryggvi Snær 10 stig og tók 6 fráköst.

Liðið spilar svo úrslitaleik um að komast upp úr riðlinum gegn Póllandi á morgun miðvikudag. Leikurinn fer fram kl 15:45 að íslenskum tíma og má sjá lifandi tölfræði auk tölfræði liðsins á mótinu, á síðu FIBA Europe

Tryggvi valinn í æfingahóp fyrir Euro Basket 2017

41 leikmaður var á dögunum valinn í æfingahóp A-landsliðs Íslands í körfubolta fyrir undankeppni EuroBasket árið 2017 og er Tryggvi Snær Hlinason einn af þeim.

Vefurinn Karfan.is segir frá því að framundan séu æfingar hjá hópnum í ágúst ásamt æfingamóti í Austurríki 11.-14. ágúst þar sem liðið mætir landsliðum heimamanna, Póllands og Slóveníu.