Tryggvi Snær Hlinason hefur verið lánaður til spænska úrvalsdeildarfélagsins Monbus Obradoiro. Þetta staðfestir Valencia á heimasíðu sinni í morgun. Ljóst var að Tryggvi yrði lánaður frá Valencia til að fá að spila meira en hann gerði á síðasta tímabili. Frá þessu segir á karfan.is
Monbus Obradoiro endaði í 12 sæti efstu deildar á síðustu leiktíð og er staðsett í borginni Santiago de Compostela.
Tryggvi gerði 4 ára samning við Valencia Basket á Spáni fyrir einu ári síðan. Tryggvi kom við sögu í 28 leikjum Valencia á síðasta tímabili, bæði í deildarkeppninni á Spáni og í Evrópukeppninni í körfubolta.
Líklegt verður að teljast að Tryggvi fái að spila meira með Monbus Obradoiro en hann gerði með Valencia á síðasta tímbili. Frétt um lánið á Tryggva á vef Monbus Obradoiro