Tryggvi Snær fékk aftur tækifæri með Valencia í Evrópudeildarleik

0
260

Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig fyrir lið sitt Valencia Basket sem vann í kvöld stóran sigur á Unicaja Malaga í Evrópukeppninni í körfubolta 91-53, en leikurinn fór fram á heimavelli Valencia.

Tryggvi Snær spilaði í samtals 4,30 mín og tókst Tryggvi að verja eitt skot og stela boltanum einu sinni, auk þess að skora þessi tvö stig á þeim tíma.

Mjög stíf dagskrá er á næstunni hjá Valencia en liðið á heimaleik í spænsku deildinni á sunnudag gegn Herb Granca og síðan ferðast Tryggvi og félagar til Tyrklands til að spila gegn Fenerbahce í Evrópudeildinni 2. nóvember og síðan til Moskvu 9. nóvember.

Tölfræðina úr leiknum má skoða hér

Tryggvi fagnar með liðsfélögum sínum eftir leikinn í kvöld. Mynd af facebooksíðu Valencia