Tryggvi Snær bestur hjá Þór

0
282

Tryggvi Snær Hlinason og Rut Herner Konráðsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka Þórs í körfubolta leiktíðina 2016-2017 á lokahófi sem haldið var í gærkvöld. Frá þessu segir á vef Þórs á Akureyri.

Þá voru þau Erna Rún Magnúsdóttir og Sindri Davíðsson valin bestu varnarmenn meistaraflokka.

Efnilegustu leikmenn meistaraflokka voru valin þau Hrefna Ottósdóttir og Ragnar Helgi Friðriksson.  Fleiri myndir hér